Header Ads Widget

Jordi Pujolá hef­ur búið á Íslandi í rúm­lega tvö ár. 



Jordi Pujolà tók U-beygju í líf­inu fyr­ir um tveim­ur árum þegar hann ákvað að flytj­ast til Íslands ásamt fjöl­skyldu sinni. Jordi er spænsk­ur og var orðinn leiður á ástand­inu á Spáni. Hann sagði upp vinn­unni sinni, seldi íbúðina og yf­ir­gaf upp­runa­land sitt til þess eins að elta draum­ana sína. Nú er hann bú­inn að gefa frá sér sína fyrstu skáld­sögu og þar kem­ur Ísland al­deil­is við sögu. 

Sag­an ber nafnið, Við þurf­um breyt­ingu - Íslenski draum­ur­inn, en hún kom út á Spáni í októ­ber. Jordi seg­ir að sam­keppn­in á rit­höf­unda­markaðnum á Spáni sé mjög hörð og það hafi verið mjög erfitt fyr­ir hann að fá bók­ina út gefna en það hafi tek­ist og hann sé býsna glaður með það. 

„Bók­in var kynnt í hinni virtu bóka­versl­un La Casa del Li­bro í Bar­sel­óna þann 24. októ­ber og mættu 150 manns í teitið,“ seg­ir Jordi. 

Eins og fyrr seg­ir flutti Jordi til Íslands ásamt eig­in­konu sinni, Guðnýju Hilm­ars­dótt­ur, og börn­um þeirra tveim­ur. Þau seldu allt sitt haf­ur­task og keyrðu til Íslands í gegn­um Evr­ópu og sigldu svo með Nor­rænu til Íslands. 

„Ísland hef­ur lengi verið fyr­ir­mynd fyr­ir mér aðallega vegna viðbragða ís­lensku þjóðar­inn­ar við hrun­inu og krepp­unni sem því fylgdi. Á Spáni var lítið gert,“ seg­ir hann. Hann seg­irst heill­ast af sjálf­stæði Íslands frá Evr­ópu­sam­band­inu og líka vegna orku­sjálf­bærni lands­ins.“ 

Hann er al­veg heillaður af Íslandi og seg­ir að það hafi ekki verið annað hægt en að flétta Ísland inn í bók­ina.

„Það eru enda­laus­ar til­vitn­an­ir og í þeim köfl­um sem ger­ast hér­lend­is má lesa um ýms­ar venj­ur Íslend­inga,“ seg­ir hann. Bók­in er nú­tíma skáld­saga.

Hann seg­ir að ekki sé um spennu­sögu að ræða held­ur fjalli sag­an um tón­list­ar­mann sem er þreytt­ur á að 1% þjóðar­inn­ar njóti þjóðarauðsins. „Hann ákveður að stofna stjórn­mála­flokk­inn, Við þurf­um til­breyt­ingu, og stefn­ir þannig á að geta stjórnað á Spáni. Gagn­rýn­end­ur segja að hann ekki eiga séns í stóru flokk­ana, en hann hlust­ar á innri rödd sína með orð Gand­hi bak við eyrað: „Til að hlut­irn­ir breyt­ist þarftu að byrja á sjálf­um þér: Be the change“. Aðal­sögu­per­són­an stend­ur í þeirri mein­ingu að ork­an sem nýtt er í grunnþarf­ir gæti verið ókeyp­is og græn. Einnig hvet­ur hann fólk til að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann til að láta drauma sína ræt­ast,“ seg­ir hann. 

Jordi skráði sig í ís­lensku við Há­skóla Íslands þegar hann flutti til lands­ins, en hvað ætl­ar hann að gera við tungu­mál sem aðeins 350.000 manns tala?

„Ég var alltaf með það á hreinu. Ég er Katalónsk­ur og í Katalón­íu stönd­um við í því sama, með að halda katalónsk­unni á lofti gagn­vart spænsk­unni, eins og Íslend­ing­arn­ir ís­lensk­unni gagn­vart ensk­unni. Ég kom hingað til að aðlag­ast sam­fé­lag­inu.“

Jordi varð hissa á ótrú­leg­ustu hlut­um þegar hann flutti til Íslands. Það sem hann hjó sér­stak­lega eft­ir var að fólk lækkaði ekki í ofn­un­um hjá sér.  

„Það að opna glugg­ann í staðinn fyr­ir að lækka í kynd­ing­unni, ef það er of heitt inni; sjá fólk fara úr skóm á tann­lækna­stof­unni; borga fyr­ir smá upp­hæðir með kred­it­korti, skil­yrðis­laus stuðning­ur þjóðar­inn­ar við landsliðin. Þetta þekk­ist ekki á Spáni - þar vant­ar alla sam­heldni,“ seg­ir hann. 

Aðspurður hvað hon­um finn­ist best við Ísland nefn­ir hann víðátt­una.

„Einnig finnst mér fyndið þegar ég heyri fólk kvarta und­an um­ferðaöngþveiti í Reykja­vík, sem er ekk­ert miðað við Bar­sel­óna eða Madríd. Í Reykja­vík finnst mér frá­bært að búa og þurfa ekki að fara út fyr­ir hana til að kom­ast í snert­ingu við nátt­úr­una. Frelsið sem börn­in búa við er ómet­an­legt. Á Spáni njóta börn ekki þessa sjálf­stæðis að geta farið ein út að leika. Mér finnst gott að hafa kvöld­mat­ar­tím­an svona snemma og geta melt mat­inn al­menni­lega áður en kem­ur að hátta­tíma.“

Bók­in hans Jordi verður fá­an­leg á Borg­ar­bóka­safni Reykja­vík­ur fljót­lega og er hann að vinna í því að þýða hana yfir á ís­lensku.

Til bakaDeilaSendaPrenta

© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

Smartland »

Ein­angraðist við að fara á snemm­búið breyt­ing­ar­skeið

22:00 „Þegar ég var 22 ára hugsaði ég mest um að ná loka­próf­un­um mín­um, und­ir­búa mig fyr­ir mitt fyrsta starf og að skemmta mér með vin­um mín­um. Það breytt­ist allt þegar ég þegar ég gekkst und­ir aðgerð þar sem blaðra var fjar­lægð af eggja­stokkn­um mín­um, en í kjöl­farið fór ég á breyt­ing­ar­skeiðið.“Meira 

Lærðu að farða þig eins og Adele

19:00 Erum við ekki all­ar bún­ar að sitja fyr­ir fram­an tölv­una, með mynd­bandið við Hello á „repeat“ und­an­farna daga. Adele get­ur svo sann­ar­lega sungið, það verður ekki frá henni tekið. Svo er hún líka alltaf svo hrika­lega flott förðuð.Meira 

„Það var glatað hjá mér“

16:00 Gísli Marteinn Bald­urs­son biðst af­sök­un­ar á twitter­færslu sinni þar sem hann velti því fyr­ir sér hvað mætti gera annað við 2,5 millj­arða en að búa til jarðgöng.Meira 

Stein­arr Lár sel­ur íbúð án hliðstæðu

13:00 Stein­arr Lár hef­ur sett sína smekk­legu íbúð á sölu en íbúðin er í hjarta miðbæj­ar­ins og lit­rík með ein­dæm­um.  Meira 

Svona lít­ur kjóll­inn út sem Arna Ýr klæðist í Miss World

11:29 Ung­frú Ísland, Arna Ýr Jóns­dótt­ir, er búin að láta hönnuðinn Harley Ru­edas hanna á sig kjól fyr­ir Miss World.  Meira 

Parma­skinku-kjúk­linga­bring­ur

09:33 Ástríðukokk­ur­inn Óskar Finns­son eld­ar girni­leg­ar kjúk­linga­bring­ur í þætt­in­um Kort­er í kvöld­mat.  Meira 

Kálfasneiðar Cor­don Bleue

00:00 Cor­don Bleue er sí­gild­ur rétt­ur sem stund­um verður voðal­ega mikið í tísku (rétt eins og aðrir klass­íker­ar á borð við Bé­arnaise-sósu og hana í víni) en held­ur sig þess á milli til hlés þótt hann eigi ávallt dygg­an hóp aðdá­enda. Þótt nafnið vísi til frönsku kokka­aka­demí­unn­ar og bláa borðans er rétt­ur­inn lík­lega sviss­nesk­ur að upp­runa. Í Banda­ríkj­un­um varð síðan á sjö­unda ára­tug síðasta ald­ar til af­brigði af þess­um rétti þar sem notaður er kjúk­ling­ur og hef­ur verið óhemju vin­sæll þar vestra.Meira 

Auk­in brennsla eft­ir fer­tugt – já það er hægt

07:00 Ef þú ert kom­in yfir fer­tugt hef­urðu kannski tekið eft­ir því að það er mun auðveld­ara að næla sér í nokk­ur kíló en að missa þau. Ýmis­legt er til ráða.Meira 

Pasta­rétt­ur Tinnu Ala­vis

í gær Fyr­ir­sæt­an og lífs­stíls­blogg­ar­inn Tinna Ala­vis er hér með upp­skrift að girni­legu pasta með kjúk­lingi. Meira 

„Ég á mjög erfitt með að sætta mig við þetta ástand“

í gær Snorri Hreiðars­son, maður Heiðu Hann­es­ar, seg­ir að það sé erfitt að sætta sig við að kon­an hans sé fötluð. Þau eru stödd á Indlandi þar sem hún er í ann­arri stofn­frumumeðferðinni.Meira 

Skúli Mo­gensen í ekta Gla­diator-bún­ingi

í gær Skúli Mo­gensen lét sitt ekki eft­ir liggja þegar hann bauð starfs­fólki Wow air í óvissu­ferð. Hann klædd­ist Gla­diator-bún­ingi sem hann fékk í Lund­ún­um.Meira 

Þorgrím­ur Þrá­ins leig­ir út á Airbnb

í gær Inni á Airbnb eru 3.400 íbúðir skráðar. Þorgrím­ur Þrá­ins­son og Ragn­hild­ur Ei­ríks­dótt­ir eru með íbúð sína á síðunni. Reyk­ing­ar eru strang­lega bannaðar í íbúðinni.Meira 

Hring­laga eld­hús í Búðavaði

í gær Hvíti lit­ur­inn er áber­andi í glæsi­húsi við Búðavað í Reykja­vík. Í eld­hús­inu er hvít sprautu­lökkuð inn­rétt­ing og það sem vek­ur at­hygli þegar komið er inn í eld­húsið er hring­laga form þess. Eyj­an er sem sagt hálf­hring­ur og kem­ur það ein­stak­lega vel út.Meira 

Ómega 3 kem­ur ekki í veg fyr­ir krabba­mein

í fyrra­dag Marg­ir hafa trölla­trú á lýsi og telja það allra meina bót. Rann­sókn­ir á lýsi, eða fiski­ol­íu, eru þó mis­vís­andi og sí­fellt koma í ljós nýj­ar staðreynd­ir.Meira 

Meik er ekki bara fyr­ir stelp­ur

í gær „Hvort sem það eru karl­ar, kon­ur, sam­kyn­hneigðir eða gagn­kyn­hneigðir – all­ir geta notað farða. Já ég sagði gagn­kyn­hneigðir karl­menn geta notað farða, í raun og veru gera þeir það (þú bara veist lík­lega ekki af því).“Meira 

Pínu­lít­il íbúð fær nýtt líf

10.11. Þar sem íbúðin er langt frá því að vera 500 fm að stærð þurfti að hugsa út í hvert smá­atriði. Í íbúðinni er svefn­loft og er það staðsett yfir baðher­bergi og gangi. Eld­húsið er ekki stórt og er plássið und­ir stig­an­um nýtt sem eld­hús­skáp­ar.Meira 

Hefur engan tíma fyrir ástina„Datt mér ekki í hug að ég ætti séns í þetta kynþokkabúnt“Súperholl mexíkósk veislaNektarjóga breytti lífinu8 ráð við brjóstsviða

Kennir fólki að laða til sín ástina7 ástæður til að stunda meira kynlífCheryl Fernandez-Versini splæsir í nýtt glæsihúsViltu verða doula?Heimagerðar tortillakökurGuðdómlegt teiti - MYNDIREins og í fangelsi - en samt töffVinkonur taka út gæja á Tinder

Hefði innilega viljað eignast fleiri börnSigga Kling að verða amma

Seldi allt sitt og keyrði til ÍslandsPoppaðu upp þeytinginn þinn með ofurhollu duftiVoru án geymslu í tæpt ár5 fæðutegundir sem auka brennsluna6 ráð til að skipuleggja eldhúsiðLamb með sikileyskri sósu

 „Ertu til í að taka smá snúning og segja okkur frá fötunum þínum?“Augnháralenging fer ekki illa með augnhárinHeimagerðir kálbögglar læknisins10 fæðutegundir sem borða má eftir síðasta söludag14 hlutir sem farsælt fólk gerir fyrir morgunmat

Publicar un comentario

0 Comentarios